Rannsóknarverkefni. Verkefnið felst í að skilgreina rannsóknarspurningu, vinna úr gögnum og skila sem fullbúinni rannsóknarskýrslu. Nemendur fá afhent gagnasafn úr rannsókn meðal samnemenda sinna í persónuleikasálfræði sem verður lagt fyrir í fyrirlestrartíma þann 5. september.

Rannsóknarskýrsla: Skýrslan skal sett upp samkvæmt APA staðli og samanstendur af útdrætti, inngangi, aðferð, niðurstöðum, umræðu og heimildarskrá. Skýrslan gildir 35% af lokaeinkunn.

Lokaskil á rannsóknarskýrslu eru föstudaginn 24. nóvember á miðnætti.

Nemendafyrirlestur: Nemendur halda stuttan fyrirlestur þar sem þeir kynna meginniðurstöður rannsóknaverkefna. Nemendafyrirlestur gildir 5% af lokaeinkunn.

Verkefnalýsing

Hugarkort: Um ritun rannsóknarritgerða í sálfræði

Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Daníel Ólason (1997) skrifuðu frábæra grein um ritun rannsókarritgerða í sálfræði.

Heimildir

Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Daníel Ólason. (1997). Um Ritun Rannsóknarritgerða í Sálfræði. Ársrit sálfræðinema, 5, 41–45.

© Jón Ingi Hlynsson - Síðasta breyting átti sér stað: 2023-11-05